Vinnuskólakrakkar gerðu víðreist

Vinnuskólanum lauk formlega þann 16. ágúst sl. og líkt og víðtekin venja er var farið með krakkana í ferðalag. Að þessu sinni var haldið til Húsavíkur þar sem þau skoðuðu Hvalasafnið og Reðursafnið en að því loknu héldu þau til Akureyrar þar sem hópurinn fór á Greifann og kíkti svo í bíó. Einnig höfðu þau tíma til að leika sér örlítið á leikvellinum við Oddeyrarskóla.  Myndir frá ferðinni má sjá á myndasíðu hér til vinstri.