Vináttukeðjan föstudaginn 5. ágúst

Ágætu foreldrar.

Föstudaginn 5. ágúst er hin árlega Vináttukeðja og hefst hún kl. 18:00. Við tökum að sjálfsögðu þátt eins og síðastliðin ár og höfum við nú þegar sent ykkur tölvupóst með textunum sem við syngjum. Í ár hefur verið ákveðið að hittast kl. 17:30 við Kátakot og æfa lögin þrjú saman við undirspil Matta Matt. Hlökkum til að sjá ykkur og vonandi komast sem flestir. Endilega kíkið líka á póstinn ykkar því þar eru betri upplýsingar.