Vilt þú stjórna grunnskóla á Dalvík?

Dalvíkurskóla vantar framúrskarandi skólastjóra næsta skólaár vegna námsleyfis.

Við bjóðum uppá:

  • eitt mikilvægasta starf í heimi
  • krefjandi starf
  • ómetanlega nemendur
  • næg verkefni
  • samkeppnishæf laun
  • frábært samstarfsfólk
  • stuðning
  • og margt margt fleira

Nánari upplýsingar um starfssvið og hæfni skólastjóra.
Laus er staða skólastjóra Dalvíkurskóla á næsta skólaári vegna námsleyfis. Í starfssviði felst m.a. stjórnun og ábyrgð á daglegri starfssemi og rekstri sem og fagleg forysta. Dalvíkurskóli tilheyrir fræðslu- og menningarsviði og er sviðsstjóri þess yfirmaður skólastjóra.

Hæfniskröfur:
• kennsluréttindi á grunnskólastigi
• framhaldsmenntun sem nýtist í starfi s.s. í stjórnun eða menntunarfræðum æskileg
• leiðtoghæfni, stjórnunarhæfileikar og reynsla s.s. varðandi mannauðsmál
• þekking og reynsla af fjármálum og rekstri
• metnaður, vinnusemi, afburða skipulagshæfni og þekking á verkferlum
• mikil hæfni í samskiptum og rík þörf til að ná árangri í starfi
• einlægur áhugi á skólamálum
• góð íslensku- og tölvukunnátta
• hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar.

Umsóknir skulu sendar á netfangið hildur@dalvikurbyggd.is  og verður móttaka umsókna staðfest. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar í síma 460-4916.