Vikan 31.okt - 7.nóv

Vikan 31.okt - 7.nóv

 

Kæru vinir. Félagsmiðstöðin Pleizið er á tímamótum þessa stundina. Húsnæðið okkar í Víkurröst er að verða klárt og er því starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar og nemendaráð í óðaönn að versla húsgögn og innanstokksmuni. Þar sem við erum að byrja á að standsetja húsnæðið mun dagskrá okkar raskast lítillega en vonandi sýna allir því skilning.

Mánudaginn 31.október verðum við með opið hús fyrir 8. - 10.bekkinn í húsakynnum Dalvíkurskóla milli 19:30-22:00. En aðrir viðburðir sem voru skipulagðir þessa vikuna munu falla niður. Þar á ég við brjóstsykursgerðarnámskeið fyrir miðstigið og alla dagskrá fyrir 8.10.bekk á miðvikudag og föstudag.

Á laugardaginn ætlum við í félagsmiðstöðinni að efna til útivistardags fyrir alla íbúa Dalvíkurbyggðar. Þar höfum fengið meistaranema í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands til að koma norður og stýra dagskránni. 

Allir íbúar Dalvíkurbyggðar eru velkomnir og lofum við miklu fjöri. Meistaranemarnir eru í óðaönn að skipuleggja daginn og hafa þeir ákveðið að bjóða upp á: útieldun, kassaklifur, sig, þrautabrautir, brimbretti, leiki og fleira.
 
Drög að dagskrá lítur því svona út:
 
 
13:00 – 15:00 – Útieldun við íþróttamiðstöðina. Eldaðir verða framandi réttir á opnum eldi.
13:00 - 15:00 - Brimbretti á sandinum við Dalvík.
13:00 – 15:00 – Kassaklifur og sig í íþróttamiðstöð.
13:00 – 15:00 – Kajak í íþróttasmiðstöð.
13:00 – 15:00 – Þrautabraut og leikir við íþróttamiðstöðina.

Hlökkum til að sjá sem flesta.