Vikan 26. - 30.september

Vikan 26. - 30.september

 

Kæru vinir, næsta vika er stútfull af fjörugri dagskrá fyrir alla. Þá verðum við með opið bæði í Dalvíkurskóla og inn í Árskógarskóla. Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölmennum og njótum þess að vera saman. Dagskrá vikunnar lítur svona út:

 

Mánudagur 26.sept - Stelpukvöld

Á þetta kvöld fáum við stelpurnar að njóta okkar því það er ekkert karlkyns leyfilegt í húsinu. Allar stelpur í 8. - 10.bekk eru velkomnar og opnar húsið klukkan 19:30. Við munum baka, spjalla, leika okkur og njóta þess að vera til.

 

Þriðjudagur 27.sept - Opið í Árskógarskóla

Fyrsta opnun vetrarins í Árskógarskóla verður haldin hátíðleg. Klukkan 16:00-17:30 bjóðum við nemendum 1.-4.bekkjar á spilakvöld. Að því loknu eða klukkan 18:00 munu nemendur 5.-8.bekkjar vera velkomnir á Videokvöld. Þar munum við horfa á einhverjar skemmtilega grínmynd, borða popp og drekka gos. Gos og popp kostar 200 krónur.

 

Miðvikudagur 28.sept - Opið hús og strákakvöld

Á miðvikudaginn verður haldið opið hús fyrir 5. - 7.bekkinn. Þar munum við horfa á DVD og leika okkur saman. Frítt inn. Um kvöldið verður svo durgalegt strákakvöld fyrir alla drengi í 8. - 10.bekk. Þar verður hamast í ýmsum leikjum, bakað og haft gaman.

 

Fimmtudagur 29.september - Mónóþrykk námskeið

Fimmtudaginn 29.september verðum við með námskeið í Mónóþrykk. Námskeiðið er frábært fyrir alla sem hafa gaman af því að mála og gera eitthvað skapandi. Leiðbeinandi verður Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir. Takmarkaður fjöldi kemst að og bendir Maggi öllum áhugasömum að senda honum mail á Facebook eða á magnus(at)dalvikurbyggd.is