Vígsla Austurgarðs við Dalvíkurhöfn - myndir

Mynd eftir Hauk Arnar Gunnarsson
Mynd eftir Hauk Arnar Gunnarsson

Á föstudaginn sl. var ný viðlega skipa, Austurgarður við Dalvíkurhöfn, vígður við hátíðlega athöfn. Fjöldi gesta var saman kominn til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Athöfnin hófst á ávarpi frá séra Jónínu Ólafsdóttir sem í framhaldinu blessaði mannvirkið. Þá leystu Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, Katrín Sigurjónsdóttir, hafnarstjóri, Rúnar Þór Ingvason og Jón Þór Baldvinsson, hafnarstarfsmenn, landfestar Björgúlfs. Eftir það gafst gestum og gangandi tækifæri til að kynna sér framkvæmdir á nýju og glæsilegu hátæknifrystihúsi Samherja hf. 

Þegar inn í hátæknifrystihúsið var komið tók Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs til máls. Einnig tóku til máls Katrín, Sigurður Ingi og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Öll minntust þau á í ávörpum sínum að ný viðlega skipa, Austurgarður, yrði mikil lyftistöng fyrir sjávarútveg í byggðalaginu.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá þessari ánægjulegu athöfn.