Viðurkenningar veittar fyrir fallegt umhverfi fyrirtækja og einstaklinga

Á Fiskidaginn mikla voru veittar, í fyrsta sinn hér í Dalvíkurbyggð ,viðurkenningar fyrir fallegasta garðinn, snyrtilegasta býlið og snyrtilegasta umhverfi fyrirtækis. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar, bæði til gamans og til að vekja athygli á því sem vel er gert og snyrtilegt og til að stuðla að fallegra umhverfi hér í Dalvíkurbyggð.

Í dómnefnd voru Bjarni Jóhann Valdimarsson formaður umhverfisnefndar, Jónas Pétursson fyrr. formaður umhverfisnefndar, Kristín Dögg Jónsdóttir garðyrkjufræðingur, Kolbrún Pálsdóttir fyrrv. formaður garðyrkjufélagsins á Dalvík og Jón Arnar Sverrisson Garðyrkjufræðingur.

 

Niðurstöður dómnefndar voru eftirfarandi:

 

  • Fallegasti garðurinn í Dalvíkurbyggð er við Aðalbraut 9, Árskógssandi.
    Eigendur Guðmundur Hermannsson og Anna Guðrún Snorradóttir.  

 

  • Snyrtilegasta býlið í Dalvíkurbyggð er Hóll í Svarfaðardal.
    Ábúendur Atli Friðbjörnsson og Halla Karlsdóttir.

 

  • Snyrtilegasta umhverfi fyrirtækis er hjá Samherja Dalvík

Umsögn dómnefndar um fallegasta garðinn

  • Fjölbreyttur gróður, mikið blómstrandi.
  • Skemmtilegt skipulag
  • Allt mjög snyrtilegt
  • Mikil áhugasemi og natni
  • Fallegur garður sem gleður augað og gefur yl í hjarta.

Umsögn um snyrtilegasta býlið

  • Ber af flest öllum býlum í sveitarfélaginu
  • Afburða snyrtimennska
  • Ekkert óþarfa drasl í kring
  • Öllu haldið mjög vel við
  • Til fyrirmyndar

Umsögn um snyrtilegasta umhverfi fyrirtækis

  • Allt umhverfi mjög snyrtilegt og fínt
  • Skemmtilegur og fjölbreyttur gróður framan við hús
  • Öllu vel við haldið
  • Greinilega einnig lögð mikil áhersla á ytra útlit.

 

Dalvíkurbyggð óskar þeim aðilum er viðurkenningar hlutu til hamingju.