Viðtalstímar bæjarstjóra og bæjarfulltrúa

Á fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar í gær lagði bæjarstjóri fram tillögu að viðtalstímum bæjarstjóra og bæjarfulltrúa í Dalvíkurbyggð. Frá september 2007 verða viðtalstímar bæjarstjóra og bæjarfulltrúa eftir því sem hér segir:

Bæjarstjóri er með viðtalstíma þriðjudaga frá kl. 10-12 og aðra daga eftir samkomulagi.  Hægt er að panta tíma í þjónustuverið í síma 460-4900.  Hægt er að senda bæjarstjóra póst á netfangið sij@dalvik.is.

Bæjarfulltrúar verða með viðtalstíma fyrsta mánudag í mánuði frá kl. 16 - 18 sem hér segir:
1. október í Ráðhúsi Dalvíkur, Hilmar Guðmundsson og Jóhann Ólafsson.
5. nóvember að Rimum, Anna Sigríður Hjaltadóttir og Arngrímur V. Baldursson.
3. desember í Árskógi, Marinó Þorsteinsson og Bjarnveig Ingvadóttir.

Hægt er að senda bæjarfulltrúum póst á netföng þeirra sem eru á http://www.dalvik.is/ undir stjórnsýsla-bæjarstjórn. Viðtalstímar verða auglýstir á vef Dalvíkurbyggðar, www. dalvik.is og í Bæjarpósti. Ákvarðanir um framhaldið verða teknar í ljósi þeirrar reynslu sem fæst af þessum viðtalstímum. Íbúar Dalvíkurbyggðar eru hvattir til að nýta sér auglýsta viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræða málefni sem hæst ber hverju sinni.