Viðraði vel til útiveru

Frábært veður var í Dalvíkurbyggð um helgina. Fólk naut þeirra frábæru aðstæðna sem voru til útivistar og flykktist á skíði, vélsleða og snjóþotur. Skíðasvæði Dalvíkur í Böggvisstaðafjalli er útkrotað eftir skíðamenn og vélsleðaslóðir eru um allar trissur í Böggvisstaðafjalli og fjöllunum í kring.
Skíðafélag Dalvíkur bauð uppá lengstu skíðabrekku landsins um helgina og mun gera svo einnig um páskana. Búið er að troða brekku langt fyrir ofan venjulegt skíðasvæði og sér snjótroðari um að draga fólk þangað upp. Þegar upp er komið er enn mikilfengnara útsýni og skíðabrekka svo langt sem augað eigir.