Viðmiðunarreglur snjómoksturs í Dalvíkurbyggð

Viðmiðunarreglur snjómoksturs í Dalvíkurbyggð

Viðmiðunarreglur snjómoksturs í Dalvíkurbyggð

Snjómokstur og hálkueyðing.

Markmið með snjómokstri og hálkueyðingu er að minnka þau óþægindi sem snjór og ís veldur einstaklingum, fyrirtækjum og skólahaldi.

Snjómokstri og hálkueyðingu í Dalvíkurbyggð er stjórnað af tveimur aðilum; Eigna-og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar og Vegagerðinni. Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar í umboði sviðsstjóra Framkvæmdasviðs metur hverju sinni hvenær og hvernig snjómokstur er framkvæmdur. Sviðsstjóri Framkvæmdasviðs ber ábyrgð á snjómokstri í sveitarfélaginu.

Þéttbýli

Á þéttbýlisstöðum (Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi) er mokað daglega ef þurfa þykir að mati Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.

Á Dalvík hefst snjómokstur Vegagerðarinnar á hafnarsvæðinu, síðan á þjóðveginum í gegnum bæinn, ef opið er til Ólafsfjarðar. Samtímis þessu er mokað frá aðstöðu slökkviliðs og sjúkrabíls.

  • Snjómokstur í þéttbýli er unnin eftir forgangsreglum (sjá kort yfir forgang snjómoksturs).
  • Fyrsti forgangur í mokstri á Dalvík er hringurinn Mímisvegur, Böggvisbraut og Karlsrauðatorg. Í fyrsta forgangi er líka Brimnesbraut að Lokastíg, upp að Dalbæ, að Heilsugæslu og að Dalvíkurskóla.
  • Plön við stofnanir eru mokuð sérstaklega og er því verki oftast lokið fyrir kl. 7:00.
  • Reynt er að lágmarka umferð snjómoksturstækja í nágrenni við skóla á mesta ferðatíma barna til og frá skólastofnunum.
  • Mokstur í íbúðargötum skal unnin á tímabilinu kl. 05-22
  • Þegar hægt er skal haga snjómokstri þannig að fyrst sé stungið í gegn á þeim götum sem moka á áður en byrjað er að breikka slóðina.
  • Ef keyra á snjó úr götum er það gert að ákvörðun Eigna- og framkvæmdadeildar.
  • Mokstur fyrir öryrkja er aðeins framkvæmdur samkvæmt beiðni Félagsþjónustunnar.
  • Plön við heimahús eru ekki mokuð á kostnað sveitarfélagsis.

Utan þéttbýlis

Vegagerðin er veghaldari og umsjónaraðili þjóðveganna á Árskógsströnd, í Svarfaðardal og í Skíðadal og hefur sett reglur þar um vetrarþjónustu sem sveitarfélagið tekur mismikinn þátt í eftir vegflokkum. Stjórn á framkvæmd er á vegum Vegagerðarinnar í samvinnu við Eigna- og framkvæmdadeild.

  • Á vegi 805 01 frá Árgerði og fram að Hreiðarstaðaafleggjara mokar vegargerðin 5 sinnum í viku að fullu. Ef moka þarf oftar er það á vegum Dalvíkurbyggðar.
  • Á vegi 805 01 frá Skáldalæk fram að fram að Hreiðarstaðaafleggjara mokar Vegagerðin að fullu 2 daga í viku og helming á móti sveitarfélaginu 1 dag. Ef moka þarf oftar er það á vegum Dalvíkurbyggðar.
  • Á vegi 805 02 Svarfaðardalsvegur er helmingamokstur (kostnaði skipt milli Vegagerðarinnar og Dalvíkurbyggðar) 3 daga í viku fram að Þorsteinsstöðum. Ef moka þarf oftar er það á vegum Dalvíkurbyggðar.
  • Dalvíkurbyggð mokar að Hæringsstöðum, að Tungufelli og að Kotabrú.
  • Á vegi 807 01 Skíðadalsvegur er helmingamokstur (kostnaði skipt milli Vegagerðarinnar og Dalvíkurbyggðar) 3 daga í viku fram að afleggjurum í Klængshól og Hnjúk. Ef moka þarf oftar er það á vegum Dalvíkurbyggðar.
  • Mokað er að Laugarhlíð og að Sundskála á sama tíma og mokað er á vegi 805.
  • Vegir að Efstakoti og Sæbóli eru mokaðir samtímis og á Dalvík.

Heimreiðamokstur:

Þátttaka sveitarfélagsins í mokstri heimreiða er helmingur af fyrsta klukkutíma, þ.e. allt að 30 mínútur í hvert skipti að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Aðeins er mokað að íbúðarhúsi. Ekki má nýta hálftímann í annan mokstur.
  • Umbeiðandi þarf að hafa lögheimili og fasta búsetu allt árið á þeim bæ sem mokað er að.
  • Til að fá heimreiðamokstur þarf að hafa samband við þann verktaka sem er að moka aðalvegi og óska eftir þjónustu. Einungis er hægt að fá heimreiðamokstur þegar verið er að moka aðalvegi.
  • Umbeiðandi skal senda reikning á Dalvíkurbyggð ásamt afriti af heildarreikningi frá verktaka.

Dæmi: Mokstur heimreiðar tekur 26 mínútur. Dalvíkurbyggð greiðir fyrir 13 mínútur.

Mokstur heimreiðar tekur 65 mínútur. Dalvíkurbyggð greiðir fyrir 30 mínútur.

Dalvíkurbyggð greiðir ekki kostnað vegna snjómoksturs sem til hefur verið stofnað án hennar samþykkis að undanskildu ef beiðni um mokstur kemur frá Lögreglu, Slökkviliði, lækni eða sjúkraflutningamönnum vegna neyðarflutninga. Ofantöldum er heimilt að kalla út tæki án samþykkis Eigna- og framkvæmdadeildar og er verktökum kunnugt um það.

Hafa ber í huga að reglur þessar eru viðmiðunarreglur og ber að líta á þær sem slíkar. Fátt er jafn breytilegt og veðurfar og snjóalög.

Allar ábendingar eru vel þegnar og skulu tilkynnast Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar í síma 853-0220 eða á helgairis@dalvikurbyggd.is