Víðirhólmi en ekki Hrísahólmi

Ranglega var farið með staðreyndir í frétt um fuglaskoðunarferð á vef Dalvíkurbyggðar á dögunum. Hólminn sunnan við Árgerðisbrúna heitir Víðirhólmi en ekki Hrísahólmi. Júlíus Kristjánsson benti klausuhöfundi á þessa staðreyndavillu. Júlíus sagði enn fremur að hólminn hefði verið kallaður Jóhannshólmi eftir að Jóhann Jóhannsson kaupfélagsstjóri keypti hann af Arnþóri Björnssyni á Hrísum einhvern tíma nálægt 1920 en Víðirhólmi héti hann í öllum skjölum, m.a. örnefnaskrá Jóhannesar Óla Sæmundssonar.