Viðgerð á brú yfir Svarfaðardalsá – upplýsingar frá Vegagerðinni.

Viðgerð á brú yfir Svarfaðardalsá – upplýsingar frá Vegagerðinni.

Vegagerðin hefur undanfarna daga unnið að lagfæringu á brúnni yfir Svarfaðardalsá að Hæringsstöðum, Búrfelli og Skeiði.

Ástand brúarinnar er verra en reiknað var með og ekki hægt að breikka hana meira með þeim þverbitum sem eru á henni. Nú er búið að ákveða að skipta um allt timbur í yfirbyggingunni svo hægt verði að breikka hana meira. Það getur ekki orðið fyrr en í ágúst þar sem útvega þarf efni og mannskap. Áætlað er að breikka í heildarbreidd 3,60 m, akstursbreidd 3,20 m.