Viðburðir í Dalvíkurbyggð um helgina

Laugardagur
Þórarinn Eldjárn flytur fyrirlestur um kveðskap Kristjáns Eldjárns í Byggðasafninu Hvoli klukkan 14:00.

Opna Coca Colamótið í golfi á Arnarholtsvelli. Golfklúbburinn Hamar.

Sunnudagur
Fyrirlestur um forvörslu predikunarstóls Urðakirkju í Byggðasafninu Hvoli klukkan 14:00. Farið verður í rútu að Urðakirkju til að skoða gripinn eftir fyrirlesturinn.

Markaðsdagur í Dýragarðinum á Krossum frá klukkan 13:00 til 16:00, ýmis varningur í boði.