Viðburðir í Dalvíkurbyggð um helgina

Föstudagur
Kristján Eldjárn Hjartarson með kynningu á ýmsum gönguleiðum í Dalvíkurbyggð í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju klukkan 20:30. Farið sérstaklega yfir þær leiðir sem farnar verða í gönguviku Dalvíkurbyggðar sem hefst á sunnudaginn.

Laugardagur
Byggðasafnið Hvoll býður uppá tónlistardagskrá laugardaginn 28. júní klukkan 14:00. Það eru þær Elín Rún Birgisdóttir á fiðlu og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló sem spila íslensk þjóðlög og sönglög.

Samskipsmótið í golfi á Arnarholtsvelli. Golfklúbburinn Hamar

Sunnudagur
1. ferð Gönguviku Dalvíkurbyggðar 29. júní, gengið Vikið klukkan 11:00.
Gengið frá Sauðárkoti í Ólafsfjarðarmúla upp í Sauðdal sem er stuttur en ákaflega fallegur smádalur, girtur háum og tígurlegum hnjúkum allt um kring og sjálfan Kerahnjúk í öndvegi. Dalurinn hækkar jafnt og þétt inn í botninn og endar með snöggri brekku upp í sjálft Vikið, milli Sauðdals og Kalsárdals. Þegar upp í Vikið er komið blasir fjallahringur Svarfaðardals við yfir Hólshyrnuna og útsýni inn Eyjafjörð. Gengið er niður í Karlsárdal allar götur að Karslá. Í Karlsárdal er sérlega blómleg flóra villtra plantna.
Gangan er alls um 5 tímar.

Ekkert gjald er tekið fyrir leiðsögn.
Fólk er hvatt til að taka með sér nesti og eitthvað á grillið. Grill verður á staðnum eftir gönguferðir.
Frítt í Sundlaug Dalvíkur fyrir þátttakendur eftir gönguferðir.