Viðbrögð í Dalvíkurbyggð ef grunur er um veirusmit

Mynd frá Jóhanni Má Kristinssyni
Mynd frá Jóhanni Má Kristinssyni

Vegna mikils álags á símanúmerið 1700 þá vilja starfsmenn HSN vekja athygli á að fólk hefur tvo möguleika ef það vaknar grunur um veirusmit:

1.            Hringja í símanúmerið 1700, sem er opið allan sólarhringinn

2.            Hringja í 432-4400 (HSN Dalvík) á milli kl. 8 og 16 virka daga.

Heilsugæslustöðin á Dalvík hefur undirbúið sig vegna þessa.

Við viljum einnig ítreka að fólk sem hefur grun um veirusmit mæti EKKI á heilsugæslustöðina.