Viðbragðsáætlun Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri vegna svínainflúensu

Á síðasta fundi almannavarnarnefndar var tekin ákvörðun um að dreifa upplýsingum til almennings vegna hinnar svo kölluðu svínainflúensu.

Heilsugæslustöðin á Akureyri (HAK) er í viðbragðsstöðu vegna hinnar s.k. svínainflúensu samkvæmt viðbragðsáætlun sem HAK gerði 2006 og samræmdi síðan áætlun fyrir allt landið. Að þessu leyti er HAK nokkuð vel undir það búin að takast á við vágest eins og alheimsfaraldur af þessum toga er. 

Þegar þetta er ritað hefur enginn greinst með veikina hér á landi, en sýni eru enn í rannsókn. Verið er að dreifa lyfjum til sóttvarnalækna héraðanna. Þórir V. Þórisson yfirlæknir er sóttvarnalæknir á Norðurlandi.

Ef fólk telur sig vera með einkenni inflúensu er því eindregið ráðlagt að halda sig heima fyrir og fá ráðgjöf símleiðis hjá heimilislækni eða vaktlækni. Þetta á fyrst og fremst þá sem eru nýlega komnir heim frá Mexíkó eða Bandaríkjunum.

Á vef Landlæknisembættisins er ítarlega fjallað um A/H1N1 inflúensuna. Þar eru alltaf nýjustu upplýsingar um stöðu mála.

Vandaðar upplýsingar um A/H1N1 inflúensu má líka finna á www.influensa.is .

Einnig er hægt að fara inn á vef Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri www.akureyri.is/hak til að fá nánir upplýsingar en hérna er hlekkur beint inn á upplýsingar vegna hinnar s.k. svínainflúensu.