Vetrarstarf Félags eldri borgara í Dalvíkurbyggð í Mímisbrunni

Nú er vetrarstarf Félags eldri borgara í Dalvíkurbyggð farið af stað en þeirra félagsheimili er Mímisbrunnur á Dalvík. Hérna fyrir neðan má sjá hvernig starfseminni í vetur verður háttað:


Mánudagar:
Kl. 19:30 spilað, tilsögn í Brús ef óskað er. Annars er bara spilað það sem fólk vill.

Miðvikudagar:
Kl. 16:30 spiluð félagsvist, allir velkomnir. 

Kl. 13:20 síðasta miðvikudag í hverjum mánuði hittist kvennaklúbburinn Sokkabandið með handavinnu, söng og gamanmál. Vöfflukaffi.


Fimmtudagar:
Kl. 13:00 „Opið hús“, hittast, spila, spjalla eða ganga. Kaffi og meðlæti. 
Kl. 16:00 er söngæfing hjá Mímiskórnum. Fólk vantar í allar raddir. Ekki skilyrði að vera í félaginu. Aldursmörk 60 ára og upp úr.


Aðrir viðburðir á næstunni:
Sunnudaginn 3. nóvember klukkan 13:30 verður markaður í Mímisbrunni. Alltaf mikið af fallegum og góðum munum. Köku- og kaffisala hjá félaginu.
Sunnudaginn 24. nóvember klukkan 16:00 verður hið árlega jólabingó. Margir góðir vinningar.