Vetrarleikar Krílakots

Vetrarleikar Krílakots

Klukkan 10 í dag voru Vetrarleikar Krílakots settir í Kirkjubrekkunni á Dalvík. Sveitarstjórinn, Katrín Sigurjónsdóttir, sagði nokkur orð af því tilefni og setti leikana.

Undanfarin ár hefur ekki verið hægt að halda vetrarleika vegna leiðinlegra veðurskilyrða en í fyrra var gerð tilraun til að halda vorleika í stað vetrarleikana. Sú tilraun fór ekki betur en svo að þann dag sem leikarnir áttu að vera einkenndist veðrið af slyddu og leiðindum. Það var því mikil gleði sem skein úr augum barnanna þennan morguninn þegar þau þustu af stað niður troðnar brautir í kirkjubrekkunni ýmist á sleðum, snjóþotum eða þoturössum.

Vinabekkur Krílakots, 5. bekkur í Dalvíkurskóla, mætti og aðstoðaði krakkana með búnaðinn sinn í brekkuna.
Þau renndu sér svo með krökkunum og mátti sjá að flestir ef ekki allir skemmtu sér konunglega.
Þetta er skemmtileg hefð.

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar, smellti af nokkrum myndum við þetta skemmtilega tilefni.

Við hvetjum íbúa byggðalagsins til að nýta sér útivistarkosti svæðisins okkar, sem við þessar aðstæður, eru auðvitað á heimsmælikvarða.