Vetrarleikar Kátakots og Krílakots

Vetrarleikar Kátakots og Krílakots

Fimmtudaginn 14. mars héldum við hina árlegu Vetrarleika okkar og heppnuðust þeir með eindæmum vel þetta árið. Við gleðjumst alltaf jafn mikið yfir því hversu margir foreldrar gefa sér tíma til að vera með okkur á þessum degi, þó það sé ekki nema stutt stund. Það gefur börnunum svo mikið. Villi slökkviliðsstjóri kom til okkar og setti leikana og síðan renndu börn og fullorðnir sér niður stórar sem smáar brekkur, öllum til gamans og gleði. Eftir vetrarleikana komu í leikskólann þreytt og sveitt börn og beið þeirra þá glóðvolg pizza sem rann að sjálfsögðu ljúflega niður. Að lokum voru börnunum svo veittar viðurkenningar. Langar okkur að koma þökkum til Villa slökkviliðstjóra, Einars Hjörleifssonar troðaramanns sem lagði mikla vinnu og tíma í að undirbúa brekkuna fyrir okkur og vinabekk okkar 5. bekkjar fyrir aðstoðina þennan dag! Myndir af deginum má sjá á myndasíðunni okkar