Verum sýnileg í myrkrinu

Verum sýnileg í myrkrinu

Við viljum hvetja alla vegfarendur til að vera eins sýnilegir í umferðinni og kostur er í skammdeginu og beinum jafnframt þeim tilmælum til ökumanna að aka ávallt eftir aðstæðum og huga sérstaklega að gangandi og hjólandi vegfarendum í myrkri. 

Okkur finnst við knúin til að benda á að endurskinsmerki gagnast mjög vel í þessu skyni. Endurskinsmerki eru ódýr og einföld í notkun. Alltof margir gangandi vegfarendur bera engin endurskinsmerki.  Þá áréttum við einnig að sérhver sem er á ferð í rökkri eða myrkri og ber endurskin sést margfalt betur og fyrr en sá sem er án þess. Foreldrar og forráðamenn barna eru hvattir til að sjá til þess að þau séu sýnileg á leið sinni í skólann á morgnana og einnig þegar þau eru á ferð síðdegis eða að kvöldlagi.

Endurskinskveðjur,
Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi