Verkefnisstjóri félagsmiðstöðvar ungmenna á Dalvík

Kjartan Ólafsson, íþróttakennari og íþróttafræðingur hefur verið ráðinn verkefnastjóri félagsmiðstöðvar ungmenna á Dalvík. Starfsreynsla hans felst m.a. í kennslu, starfi sem tómstundafulltrúi hjá ITR og í vinnu með misþroska börnum. Hann mun flytjast að sunnan ásamt fjölskyldu sinni. Kjartan hefur formlega störf 23. ágúst næstkomandi og kemur til með að sjá um allt félags- og hópastarf félagsmiðstöðvarinnar.