Verðfyrirspurn vegna endurbóta á göngustíg úr Skógarhólum að Bögg

Verðfyrirspurn vegna endurbóta á göngustíg úr Skógarhólum að Bögg

Dalvíkurbyggð auglýsir eftir tilboðum í uppbyggingu og breikkun á núverandi göngustíg úr suð-vesturhorni Skógarhóla og að inngangi í skógreitinn Bögg. Stígurinn er 195 metrar á lengd. Í verkinu felst einnig endurnýjun á einu ræsi undir stígstæðið og uppsetning á ljósastaurum meðfram stígnum.

Áhugasamir geta óskað eftir því að fá send verðkönnunargögn með því að senda póst á helgairis@dalvikurbyggd.is

Frestur til að skila inn tilboðum í verkið er til og með fimmtudeginum 28. ágúst. Áætluð verklok eru 15. október 2025.