Velferðarsjóður ungmenna

Í undirbúningi er að koma á fót velferðarsjóði sem hefur það að markmiði að styðja við börn og ungmenni á aldrinum 6 – 18 ára með lögheimili í Dalvíkurbyggð sem vegna fjárhagslegrar stöðu hafa takmarkaðan aðgang að íþrótta- og æskulýðsstarfi. Sjóðurinn mun að jafnaði ekki styrkja fleiri en eina íþrótt og eina tómstund hjá hverju barni. Dæmi um útgjöld sem mögulega eru styrkhæf: styrkja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttastarfi með fjárhagslegum stuðningi við æfingargjöld, þátttöku í keppnis-, æfingar- og tómastundaferðum og möguleg búnaðarkaup.

Að sjóðnum kemur Dalvíkurbyggð ásamt nokkrum íþróttafélögum í sveitarfélaginu og stendur sjóðurinn opinn fyrir frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar fyrirkomulag frjálsra framlaga er bent á að hafa samband við Árna Jónsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggður í síma 4604913 og tölvupóstfang: arni@dalvikurbyggd.is