Vel sóttur fundur um hitaveituframkvæmdir

Opinn fundur um framkvæmdir Hitaveitu Dalvíkur í Svarfaðardal var vel sóttur í gær en á fundinn mættu um 45 manns. Að sögn bæjartæknifræðings er mikill áhugi á framkvæmdunum meðal íbúa enda verður hitaveita kærkomin hagsbót fyrir þá. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er um 213 milljónir. Þegar þessi áform voru kynnt íbúum sveitarfélagsins í fyrstu vaknaði mikill áhugi meðal sumarbústaða­eigenda í Svarfaðardal á að taka inn hitaveitu sem varð til þess að dreifikerfið stækkaði meira en áætlað var og hagkvæmni framkvæmdarinnar varð meiri.