Vel heppnuð sýning hjá nemendum Dalvíkurskóla

Eins og áður hefur komið frá á heimasíðu sveitarfélagsins hefur Leikfélag Dalvíkur og Dalvíkurskóli sett saman upp leikverk fyrir unglinga sem verið er að sýna þessa dagana. Leiklist er kennd í skólanum sem valgrein og samtals 16 nemendur sækja þá faggrein í vetur. Leiklistarhópurinn sýnir nú í Ungó leikverkið "Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt !"  og er leiðbeinandi og leikstjóri Arnar Símonarson. Frumsýning verksins tóks mjög vel og voru áhorfendur ánægðir með útkomuna á samstarfinu og eru menn almennt á því að nemendum hafi tekist sérstaklega vel upp. Almennt miðaverð á sýninguna er kr. 750.- og greiða nemendur á grunnskólaaldri  aðeins 550.- krónur. Áhugasamir eru hvattir til að næla sér í miða sem fyrst og tryggja sér þar með sæti á skemmtilega sýningu upprennandi leiklistarfólks.