Vel heppnaður íbúafundur á Árskógssandi

Rögnvaldur Guðmundsson
Rögnvaldur Guðmundsson

 


Anna Kristín Guðmundsdóttir



Íbúafundur sem haldinn var á Árskógssandi þann 25. október var vel sóttur af heimamönnum og þar sköpuðust áhugaverðar umræður þar sem íbúum gafst tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri.

Framtíð Árskógssands var umfjöllunarefni fundarins.

Fundarstjóri var Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Fundurinn byrjaði með nokkrum kynningum en Anna Kristín Guðmundsdóttir, formaður skipulagsráðs fór yfir hvaða verkefni eru framundan í vinnu við deiliskipulag og aðalskipulag bæði fyrir íbúabyggð og á hafnarsvæði og með hvaða hætti íbúar geta tekið þátt í þeirri vinnu.
Rögnvaldur Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE) kynnti Uppbyggingarsjóð Norðurlands Eystra.
Einnig tók til máls Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Laxóss, en hann fór yfir áætlanir fyrirtækisins um uppbyggingu og rekstur seyðaeldisstöðvar á Árskógssandi.

Að Þessum erindum loknum var opnað fyrir umræður og fyrirspurnir.