Vel heppnaður fyrirlestur í Námsverinu

Kristján Eldjárn Hjartarson hélt í gærkvöldi fyrirlestur í Námsverinu um gönguleiðir á Tröllaskaga og sýndi vel valdar myndir með. Kristján fór yfir grunnbúnað göngumanna og blandaði þjóðsögum og náttúrunni inn í fyrirlesturinn en hann er reynslumikill göngumaður og þekkir svæðið mjög vel. Gönguleiðabæklingi Dalvíkurbyggðar sem kom út í sumar var einnig dreift til gesta. Það var mál manna að fyrirlesturinn hefði tekist vel til. Á meðfylgjandi mynd má sjá Kristján með hluta af búnaði sínum.