Vel heppnaður Fiskidagur

Nú er Fiskidagurinn Mikli búinn og af því tilefni vill bæjarráð Dalvíkurbyggðar færa undirbúningsnefnd fyrir "Fiskidaginn mikla" svo og öllum öðrum, sem að undirbúningi og framkvæmd hans komu bestu þakkir fyrir einstaklega vel heppnaðan Fiskidag þann 6. ágúst 2005.

Jafnframt vill bæjarráð koma á framfæri þakklæti til allra íbúa byggðarlagsins fyrir mjög almennan vilja til að fegra umhverfi okkar með góðri umhirðu um hús og lóðir svo og allt jákvætt framlag þeirra til hátíðarhaldanna.

Síðast en ekki síst vill bæjarráð þakka hinum fjölmörgu gestum fyrir komuna til Dalvíkurbyggðar. Framkoma þeirra sem taka þátt í hátíðarhöldunum á Fiskidaginn mikla er til fyrirmyndar og fyrir það vill bæjarráð sérstaklega þakka.