Vel heppnað málþing um skólastefnu

Vel heppnað málþing um skólastefnu

Síðastliðinn laugardag var haldið málþing um skólastefnu í Dalvíkurskóla. Til þess var efnt í tilefni af því að nú er að hefjast vinna við mótun skólastefnu fyrir Grunnskóla Dalvíkurbyggðar. Þrír frábærir skólamenn, þau Hafþór Guðjónsson, Hafsteinn Karlsson og Auður Stefánsdóttir, vorum með fyrirlestra um nám og námsmat. Þingið sóttu bæði skólafólk og foreldrar og augljóst af viðbrögðum að fyrirlesurum tókst að kveikja í áheyrendum sínum sem voru einhuga um það í lok þing að þetta hefði verið afar gagnlegt innlegg. Sérstakur stýrihópur heldur utanum það starf og stóð hann fyrir málþinginu. Formaður hópsins er Einar Hjörleifsson en í honum sitja fulltrúar foreldra, kennara og annars starfsfólks skólanna auk skólastjóra. Kennsluráðgjafi Dalvíkurbyggðar er starfsmaður hópsins.