Vel heppnað málþing í Dalvíkurskóla

,, Grunnskólinn okkar- horft til framtíðar" var yfirskrift málþings sem haldið var í Dalvíkurskóla laugardaginn 10. mars en þau skilaboð sem þar komu fram munu verða efniviður fyrir skólastefnu Grunnskóla Dalvíkurbyggðar.  

Þingið hófst með fyrirlestri Áslaugar V. Þórhallsdóttur Hvert skal stefnt? þar sem hún sagði meðal annars frá tilurð og tilgangi skólaþingsins. Því næst tók Dr. Anna Kristín Sigurðardóttir til máls og flutti fyrirlestur um lærdómsmenningu í grunnskóla og er ekki hægt að segja annað en að efni fyrirlesara hafi vakið lukku meðal viðstaddra og komust færri að en vildu með fyrirspurnir.  Boðið var upp á hressingu í hádeginu og að því loknu unnu þátttakendur í hópum er varða ýmsa þætti skólastarfsins.

Helstu niðurstöður hópanna verða birtar hér á heimasíðu Dalvíkurbyggðar eins fljótt og auðið er. Einnig mun skólastefnan í heild sinni birtast hér líka með vorinu. Myndir frá málþinginu má finna á myndasíðu eða með því að smella hér.