Vel heppnað körfugerðarnámskeið

Vel heppnað körfugerðarnámskeið var á Hótel Sóley um helgina. Námskeiðið hófs klukkan 09:00 með morgunmat á Hótelinu, svo var kennt til 12:00 en þá var boðið uppá súpu og salat og kennslu síðan haldið áfram til kl. 15:00. Kennari var Guðrún Bragadóttir körfugerðarkona sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Áætlað er að halda annað námskeið og eru áhugasamir bent á að hafa samband við Arnar Símonarson á Hótel Sóley.