Vel heppnað fyrirtækjaþing um markaðssetningu

Vel heppnað fyrirtækjaþing um markaðssetningu

Í gær hélt atvinnumála- og kynningarráð sitt árlega fyrirtækjaþing í Bergi menningarhúsi undir yfirskriftinni Hvernig á að ná árangri í markaðssetningu? 

Fyrirlesari var Gunnar Thorberg Sigurðsson markaðsfræðingur og fór hann vítt og breytt yfir áherslur í markaðssetningu, allt frá mikilvægi þess að gera áætlun um markaðssetningu yfir í leiðir í rafrænni markaðssetningu. 

Ríflega 40 manns sóttu þingið, úr Dalvíkurbyggð og nærsveitum, og frá ýmsum atvinnugreinum. Almenn ánægja ríkti með framtakið og þakkar atvinnumála- og kynningarráð öllum sem sáu sér fært að mæta.

Fyrir hönd atvinnumála- og kynningarráðs
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi