Vel heppnað afmæliskaffi

Vel heppnað afmæliskaffi

Kaffiboð í tilefni 30 ára kaupstaðarafmælis Dalvíkur var haldið í Víkurröst laugardaginn 10. apríl sl. Rúmlega 400 gestir mættu og þáðu kaffi, kleinur og tertur. Björgunarsveitin á Dalvík útbjó þrautabraut fyrir börnin í Íþróttahúsinu og þar var mikið fjör í kassaklifri, sigi fram af áhorfendastúkunni og ýmsu öðru sem boðið var uppá. Björgunarsveitin var einnig með sýningu á tækjum sínum fyrir utan Víkurröst. Blakliðið Rimar hafði umsjón með kaffiboðinu sem tókst með miklum ágætum. Þeir félagar Hafliði Ólafsson og Birnir Jónsson tóku á móti gestum með harmonikkuleik.