Veitur: starfsmaður veitna óskast

Veitur: starfsmaður veitna óskast

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða til sín öflugan einstakling í 100% stöðu hjá veitum sveitarfélagsins. Veitur Dalvíkurbyggðar eru Fráveita, Hitaveita og Vatnsveita. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar um starfið

Veitur eru hluti af Framkvæmdasviði sveitarfélagsins, starfsmaður veitna annast viðhald og eftirlit með veitum Dalvíkurbyggðar, sem og vinnur með öðrum starfsmönnum Framkvæmdasviðs við að ná markmiðum sviðsins og sveitarfélagsins sem best. Bæði er unnið innan- og utanhúss.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Daglegur rekstur, viðhald og eftirlit veitukerfa og búnaðar.
  • Vinna við nýframkvæmdir við vatnsöflun, veitukerfi og mannvirki þeim tengd.
  • Tilfallandi verkefni tengd veitustarfsemi.
  • Bakvaktir til móts við aðra starfsmenn.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af næsta yfirmanni eða verkstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er æskileg, vélvirki, rafvirki eða pípulagningamaður er kostur.
  • Ökuréttindi.
  • Vinnuvélaréttindi æskileg.
  • Haldgóð reynsla sem nýtist í starfi; reynsla af sambærilegum verkefnum.
  • Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð tölvu – og tungumálakunnátta, íslenska.
  • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar um launakjör veitir launafulltrui@dalvikurbyggd.is

Umsóknum skal fylgja greinargóð náms- og starfsferilsskrá auk staðfest afrit af prófskírteinum (ef við á), sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni. Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna. Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt að hafna öllum umsækjendum. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum Þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Nánari upplýsingar veitir Eyrún I. Sigþórsdóttir sveitarstjóri, eis@dalvikurbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 25.1.2025