Veitingastaðurinn Við höfnina opnaði í dag

Veitingastaðurinn Við höfnina opnaði í dag

Í dag opnaði veitingastaðurinn Við höfnina. Opnunartíminn er í hádeginu virka daga eða frá 11:30 - 13:30. Boðið verður uppá rétt dagsins, súpu og salatbar. Verði er stillt í hóf og réttur dagsins ásamt kók í dós á 750 krónur. Súpa og salatbar og kók í dós er á 750 krónur. Réttur dagsins, súpa, salatbar og kók í dós á 1300 krónur.

Rekstraraðili Við höfnina er Veisluþjónustan hafnarbraut 5, aðaleigandi Gústaf Adolf Þórarinsson matreiðslumeistari. Við höfnina er staðsett þar sem bakaríið var til húsa.