Veikindi barna

Eftirfarandi upplýsingar er að finna í "almennar upplýsingar" hér á heimasíðunni en okkur langar að minna aðeins á þessi orð:

Veikindi barna

Ef barn getur ekki mætt einhverra hluta vegna í leikskólann vinsamlegast látið okkur vita. Ef um langvarandi veikindi hefur verið að ræða reynum við að verða við óskum um inniveru einn dag eftir að barn kemur aftur í skólann.

Eftirfarandi bréf er frá Heilsugæslunni á Dalvík:
Leikskólar eru ætlaðir heilbrigðum börnum. Þeir hafa ekki aðstæður til að sinna sjúkum börnum. Vér viljum eindregið ráðleggja yður að sjá barninu fyrir öruggum samastað utan leikskólans ef það skyldi veikjast. Nauðsynlegt er að hafa gengið frá þessum málum áður en barn hefur leikskólagöngu. Veikist barn með hita, skal það dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í að minnsta kosti 1-2 sólarhringa. Fái barn smitandi sjúkdóma svo sem njálg eða kossageit verður það að dveljast heima þar til smithættan er liðin hjá. Þetta er nauðsynleg ráðstöfun til þess að forðast eftir fremsta megni útbreiðslu þessara sjúkdóma í leikskólum. Þar sem fjöldi barna er samankomin er alltaf meir hætta á smitun og útbreiðslu hinna algengari umgangssjúkdóma. Börn sem ekki eru vön margmenni eru oft mjög næm fyrir öllum slíkum sjúkdómum fyrst eftir að þau byrja í leikskóla. Þykir ástæða til að benda sérstaklega á þetta atriði.