Veigar og Arna Dögg 4 ára

Veigar og Arna Dögg 4 ára

Í gær þriðjudaginn 21. desember varð hann Veigar 4 ára. Vegna leiðinda veðurs náði hann ekki að flagga í tilefni dagsins og mun hann því gera það við fyrsta tækifæri, hann bjó sér hinsvegar til myndarlega afmæliskórónu og var þjónn í tilefni dagsins.Við óskum Veigari innilega til hamingju með daginn.

Í dag 22. desember er hún Arna Dögg 4 ára. Arna Dögg hefur verið veik þessa viku og því ekki verið í leikskólanum og náð að fagna afmælinu með okkur, við sendum henni því bara afmæliskveðjuna heim í dag og óskum henni innilega til hamingju með daginn og góðs bata.