Veiðileyfi í Svarfaðardalsá

Veiðileyfi í Svarfaðardalsá

Dalvíkurbyggð auglýsir laus til umsóknar veiðileyfi í Svarfaðardalsá

Veiðifélag Svarfaðardalsár hefur úthlutað veiðileyfum til Dalvíkurbyggðar í Svarfaðardalsá.
Ákveðið verið að auglýsa leyfin til umsóknar fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar 67 ára og eldri og fyrir ungmenni 18 ára og yngri.
Alls eru 18 veiðidagar í boði og hægt er að velja um lausa daga á öllum svæðum.
Dregið verður úr umsóknum fyrir hvern veiðidag. Hver og einn umsækjandi fær þó aðeins úthlutað einum degi. Ef fleiri en 18 umsækjendur er um veiðidagana áskilur Dalvíkurbyggð sér rétt til þess að úthluta hálfum veiðidögum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní næstkomandi. Sótt er um í gegnum þjónustugátt Dalvíkurbyggðar

Upplýsingar um lausa daga og svæðin, má finna á vef veiðitorgs.
www.veiditorg.is