Vefur Dalvíkurbyggðar 5. vinsælasti sveitarfélagavefurinn

Modernus hefur nú gefið út lista vinsælustu vefja ársins 2013 sem nota vefmælingu þeirra. Á listanum eru ýmsar tegundir vefja, bæði almennir, fréttavefir, opinberir vefir og svo framv. Sem fyrr trónir vefurinn mbl.is í efsta sæti listans.

Vefur Dalvíkurbyggðar hefur smá saman verið að færa sig ofar á heildarlistann og er nú í 91. sæti. Ef aðeins vefir sveitarfélaga eru skoðaðir má sjá að vefur Dalvíkurbyggðar er í fimmta sæti yfir vinsælustu sveitarfélagavefina.

Hægt er að skoða listann á síðunni veflistinn.is