Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ fyrir marsmánuð

Fundur haldinn í Veðurklúbbi Dalbæjar 12. mars 2013. Því miður hefur lasleiki herjað á veðurklúbbsfélaga svo að spá fyrir mrsmánuð hefur dregist að þessu sinni.

Tungl kviknarði í vestri 11. mars kl. 19:51 og var þá stórstreymt. Fundarmenn telja það muni verða umhleypingasamt veður í mánuðinum en þó engin stórviðri. Páskar verða með þokkalegu veðri og engin stórhríð fram undan. Áttleysa verður að mestu leyti, þ.e. engar vindáttir ríkjandi. Allavega er erfitt að staðsetja ríkjandi áttir og þar af leiðandi má reikna með að þær verði breytilegar eða þá áttleysur. Fullt tungl verður 27. mars í austri. Tunglið sem kviknaði 11. mars er svokallað páskatungl.

10 fundarmenn sátu þennan fund og eru þeir þokkalega bjartsýnir á framhaldið, en munu gera frekari grein fyrir því síðar.


Með kveðju frá Veðurklúbbnum á Dalbæ