Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ fyrir febrúarmánuð

Fundur var haldinn í Veðurklúbbi Dalbæjar 31. janúar 2012 kl. 14:00. Félagar voru mjög ánægðir með janúarspána og segja að hún hafi nánast alveg gengið eftir. Klúbbfélagar halda að veðráttan verði mjög svipuð í febrúar og í janúar.

Febrúartungl kvinknar í N.V.  21. febrúar (Sprengidaginn) og er það Góutungl. Norðan- og vestanáttir munu ríkja, en einnig slær fyrir sunnan og vestanáttum annað slagið.

Bestu kveðjur,

Veðurklúbburinn á Dalvík