Veðurspá veðurklúbbsins á Dalbæ

Veðurklúbburinn Dalbæ hefur nú birt veðurspá sína fyrir febrúar 2013. Fundur var haldinn í Veðurklúbbnum á Dalbæ miðvikudaginn 30. janúar 2013 í þeim tilgangi að spá fyrir um veðurfar í febrúar þessa árs. Klúbbfélögum þótti leitt að hafa ekki komið á framfæri veðurspá fyrir janúar en ástæða þess voru óviðráðanlegir tækniörðugleikar. “ Tæknin er eitthvað að stríða okkur “

Einn fundarmanna sagði frá draumi sem hann hafði dreymt nýlega. Hann var staddur í fjárhúsi og sá yfir króna þar sem hann sá bíldóttar ær og tvö lömb með sama lit. Þetta er álitin fyrirboði þess að tíð verði risjótt í febrúar.


Tungl kviknar í austri 10. febrúar kl. 7:20 og er sunnudagstungl. Klúbbfélagar telja að það muni koma tveir snjóhvellir í mánuðinum og sá síðari öllu harðari en sá fyrri.


Annars eru klúbbfélagar nokkur bjartsýnir á framhald vetrarins en meiri og nákvæmari spá um það síðar.


Með góðri kveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ