Veðurspá Veðurklúbbs Dalbæjar fyrir janúar

Fundur var haldinn í Veðurklúbbi Dalbæjar 30. desember 2008 og var eftirfarandi spá sett fram á þeim fundi:

Desember var mjög líkur spánni 3.des síðastliðinn.

Nýtt tungl kviknaði 27 síðastliðinn  í suðsuðaustri  á laugardegi
sem talið er gott.

Félagar telja að janúar verði svipaður og desember með umhleypingum en þó engri vonsku. Fyrripartur mánaðarins, fram til 10.-11. janúar verður sennilega heldur leiðinlegri en seinni partur mánaðarins.


Nýárskveðjur,

Veðurklúbburinn Dalbæ.