Veðurspá septembermánaðar frá veðurklúbbnum

Veðurfræðingarnir á Dalbæ hafa sent frá sér spá fyrir septembermánuð og reikna þeir með ríkjandi landáttum í mánuðinum, gæti skúrað af og til fram að nýju tungli sem kviknar 11. september í hásuðri að þessu sinni. Síðari hluti mánuðarins ætti að verða þurrari og í heildina verður september nokkuð mildur. Klúbburinn sendir frá sér gangnakveðjur og eina vísu í lokin:

Sauðir koma af fjalli feitir
menn fylla nestistöskuna.
Gangnamenn fá gætt í leitir
og geta opnað flöskuna.