Veðurspá nóvembermánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Veðurspá nóvembermánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Þriðjudaginn 7.  nóvember 2017  komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar til að huga að veðurhorfum í þessum mánuði.  Spágildi síðustu veðurspár var að vanda vel viðunandi.

Nýtt tungl kviknar þann 18. nóv. í SA kl. 11:42 og er það laugardagstungl. Þess má til gamans geta að 18. nóvember er fæðingardagur Jóhanns heitins Daníelssonar, sem var virkur félagi í Veðurklúbbnum á Dalbæ og auk þess áhugamaður um tunglkomur og tunglsskin.

Reiknað er með að veðurfar i nóvember verði svipað og verið hefur, þó örlítið kaldara, en ekki er reiknað með mikilli snjókomu. Vindáttir verða breytilegar.

Samandregið má ætla að heilt yfir verði  veður í nóvember ágætt, þó svo að frosthörkur geti lítillega gert vart við sig.

 

 Veðurvísa  okt. / nóv..

 

Í október hefst skólinn

að bjóða börnum heim.

Í nóvember er náttlangt

í norðurljósageym.

 

Með góðri kveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ