Veðurspá nóvembermánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

 

Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Farið var yfir sannleiksgildi veðurspá fyrir októbermánuð og voru félagar að vonum ánægðir með hversu vel hefði til tekist. Hvað varðar veðurhorfur á næstunni er til að taka að tungl kviknaði 30. okt. í SV kl. 17:38. Þetta tungl er ráðandi fyrir veður i nóvembermánuði og boðar milt veður í mánuðinum. Nokkuð vindasamt verður og úrkoma talsverð. Mest rigning en slær þá í slyddu af og til. Áttir verða breytilegar. Rætt var um veðurhorfur fram að jólum og jafnvel fram á nýtt ár. Beðið er með frekari upplýsingar um það að sinni.

Veðurvísa október og nóvember mánaðar

Í október hest skólinn,
að bjóða börnum heim.
Í nóvember er náttlangt, 
í norðurljósageym

Bestu kveðjur,
Veðurklúbburinn á Dalbæ