Veðurspá nóvembermánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Þriðjudaginn 3. nóv. 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00 Fundarmenn voru 16 talsins,
sem er óvenju góð mæting enda síðasta veðurspá gengið með endemum vel eftir og því engin ástæða til annars en að vera stoltur af þátttöku sinni í Veðurklúbbnum á Dalbæ.

Nýtt tungl kviknar 11. nóvember. kl. 17:47 í suðvestri og er það miðvikudagstungl.

Gert er ráð fyrir að veðurfar í nóvember verði rysjótt. Heldur verði mánuðurinn vindasamari en var í október, ekki mikil snjókoma, þó svo að smá ofankomu gæti annað slagið. Hitastig verður mjög vel við unandi miðað við árstíma.
Tilfinning fyrir mildum vetri er enn til staðar en nánari upplýsingar um hvern mánuð fyrir sig verða gefnar síðar.


Með góðri kveðju úr haustblíðunni,

Veðurklúbburinn á Dalbæ