Veðurspá marsmánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Þriðjudaginn 4. mars 2014 var fundur haldinn í Veðurklúbbi Dalbæjar. Farið var yfir veðurfar í febrúar og voru klúbbfélagar mjög svo sáttir við hvernig spáin hafði gengið eftir. Þó svo að spádómur um vindáttir hafi ekki verið í fullu samræmi við spána þá hafi hitastig og veður verið í góðu samræmi við febrúarspána. Nýtt tungl kviknaði þann 1. mars í A kl. 08:00.  Síðara tungl í mars mun kvikna þann 30. í vestri. Fyrra tunglið er laugardagstungl og það síðara sunnudagstungl og boðar það gott.

Veðurfar í marsmánuði verðu milt og svipað og í febrúar. Þar sem dag er nú farið að lengja má búast við sólarglennum af og til í mars.

Þremur draumum klúbbfélaga ber saman um að veður í marsmánuði verði milt.

Með góðri kveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ