Veðurspá júnímánaðar frá Dalbæ

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur nú sent frá sér spá fyrir júnímánuð. Klúbbfélagar voru ekki alveg sáttir við spá maímánaðar, nema Hvítasunnuhretið sem lét ekki á sér standa, að öðru leiti var maí heldur kaldari en spáð var. Nýtt tungl kviknar 15. júní í N.N.A. og leist klúbbmeðlimum misjafnlega á það. Töldu félagar að júní yrði ekkert sérlega hlýr fyrripartinn og einhver leiðindi í kring um 17. júní en að síðari hluti mánaðarins yrði heldur hlýrri.