Veðurspá janúarmánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Veðurspá janúarmánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Þriðjudaginn 3. janúar 2017  komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar á nýbyrjuðu ári.   Klúbbfélagar voru vel sáttir með hvernig til hefði tekist með veðurspá fyrir desembermánuð og raunar allt síðastliðið ár.  Nýtt tungl kviknaði 29. desember í austri, sem var jólatungl.  Síðan kviknar nýtt tungl 28. janúar í NV sem er laugardagstungl og þykir boða gott.

Veður í janúar verður heldur vindasamt þar sem vindar blása úr ýmsum áttum. Ekki kalt miðað við árstíma og snjólétt. Veður mun að öllum líkindum breytast seinni hluta máðarins og snjóar þá líttillega en ekkert til að hafa áhyggjur af.

Veðurvísa janúar

Tólf eru synir tímans,
sem tifa fram hjá mér.
Janúar er á undan,
með árið í faðmi sér

 

Með nýjársóskum

Veðurklúbburinn á Dalbæ